
Létt CC krem (e. colour-correction) sem verndar húðina gegn skaðlegum umhverfisáhrifum (sól, vindi og kulda) sem hafa slæm áhrif á húð með roða (e. erythema) eða rósroða (e. rosacea). Það samlagast húð þinni og gefur náttúrulega áferð. Kremið inniheldur græn mineral litarefni sem á áhrifaríkan hátt jafna húðlit og hylja roða og háræðaslit. Kremið veitir góða vörn gegn utanaðkomandi áreiti og inniheldur UVA og UVB fíltera sem verja húðina gegn skaðlegum geislum sólarinnar.
100% Hylur bólur*
87% Jafnar roða (e. erythema)*
91% Húðin verður frísklegri*
96% Jafnar húðlit*
Kremið inniheldur dásamleg innihaldsefni, Thioproline og þykkni úr mjólkurþystlum sem eru öflug andoxunarefni sem vinna gegn skaðlegum umhverfisáhrifum. Kremið dregur úr bólgum og styrkir háræðarnar. Húðin verður minna rauð og roðinn minna sjáanlegur. Kremið inniheldur hýalúronsýru sem er öflugur rakagjafi. Húðin verður stinnari, sléttari og teygjanlegri.
Öryggi vörunnar:
Virkni og öryggi vörunnar hefur verið sannreynt og prófað af húðlæknum.
- Ofnæmisprófað
- Klínískt prófað
Notkunarleiðbeiningar
Notist á daginn. Berið kremið á hreina húð. Kremið er bæði farði og meðferð fyrir hðuð með roða eða rósroða.
Innihaldsefni
Thioproline hefur andoxandi áhrif og styrkir mótspyrnu húðfrumna gegn utanaðkomandi áreiti.
Milk thistle extract andoxunarefni sem vinnur gegn bólgumyndun
Hyaluronic acid rakagjafi sem mýkir og veitir ljóma
MineralGREENpigment hylur roða
Magn: 40 ml
* in vivo rannsóknir sem framkvæmdar voru á Dr Irena Eris Center for Science and Research eftir viku notkun.