Skilaboð frá Dr Irena Eris

Kæri lesandi,

Vísindi á bak við snyrtivörur eru í stöðugri þróun. Háþróaðar rannsóknir liggja að baki nútíma
snyrtivörum. Þær eiga lítið sem ekkert sameiginlegt með einföldum kremum sem við þekkjum
frá fyrri tíð. Að baki okkar vöru er háþróuð tækni sem gerir virkum efnum kleift að vinna dýpra
í húðinni til að virkja getu húðfruma til fulls. Sem doktor í lyfjafræði og sem sérfræðingur til 30
ára í vörum sem sporna gegn öldrun, langar mig að kynna hina háþróuðu Clinic Way línu frá
Dr Irena Eris. Þessi lína inniheldur einstök innihaldsefni sem bæði pólskir og norskir vísindamenn
hafa prófað og þróað á rannsóknarstofu Dr Irena Eris Centre for Science and Research. Clinic
Way er lína sem nýtir sér áralanga vitneskju og tækni úr lyfjaiðnaði og húðlæknavísindum, sem
við höfum sótt um einkaleyfi á, til að gera húðina unglegri og sporna gegn öldrun hennar. Hún
byggir á nýjustu uppgötvunum okkar FGF1 LMS™ Skin Renewal Reactivator með LIPO-SPHERE
transdermal delivery tækni sem örvar húðina til að starfa af fullum krafti.
Línan er hönnuð til að vinna á fjórum tegundum af hrukkum, sem myndast á mismunandi aldri.
Meðhöndlun á fjórum stigum sem vinnur á hrukkum, með augljósum árangri með því að lengja
líftíma trefjakímfrumna (e. fibroblasts).
Vörur frá Dr Irena Eris er ávísun á árangur og gæði. Fyrir 30 árum ákvað ég að nota mitt
eigið nafn á vörurnar. Þannig ber ég persónulega ábyrgð á gæðum hverrar vöru sem frá okkur
kemur! Clinic Way línan frá Dr Irena Eris er örugg og öflug lína sem þróuð er af lyfjafræðingum,
húðlæknum, lífeindafræðingum og snyrtifræðingum. Uppgötvun á heimsmælikvarða í baráttunni
gegn öldrun húðarinnar.

Facebooktwitterpinterestmail