DERMO-PROTECTIVE MINERAL CREAM – SPF50+ frá fæðingu gegn sólarexemi og útbrotum

 

100% Mineral filterar
 

Sólarvörn fyrir andlit og líkama sem hægt er að nota frá fæðingu. Hentar öllum sem hafa viðkvæma húð; ungbörnum, börnum og fullorðnum. Fyrir þá sem þurfa góða vörn og þá sem fá útbrot eða sólarexem í sól. Verndar húðina gegn, sól, vindi og kulda. Hentar þeim sem þola illa hefðbundar sólarvarnir, ilmefni og rotvarnarefni. 

Sólarvörnin inniheldur 100% mineral filtera og veitir mjög góða vörn gegn sólinni og veðri. Mineral filterar endurvarpa sólargeislunum og ver húðina þannig fyrir hættulegum UVA/UVB geislum sem geta valdið skemmdum á DNA húðarinnar. Hún inniheldur samsetningu af Canola olíu, hempolíu og golden algae sem hjálpar til við að styrkja verndarlag húðarinnar gegn utanaðkomandi áreiti. Hún hjálpar einnig húðinni til að endurheimta raka og vinnur gegn þurrki. Sólarvörnin ver húðina gegn ertingu og sólarexemi. Húðin verður mjúk og laus við roða.

Magn 75 ml

Notkun

Berið hæfilegt magn af kremi á andlit og líkama.
 
Notist daglega og berið á húðina 30 mínútum áður en farið er út.
 
Berið sólarvörn aftur á húðina eftir 2 tíma og eða eftir bað eða sund.
 
Góð næring hjálpar til við að halda barnaexemi í skefjum og getur lengt tímabilin þar sem húðin er án exems og útbrota.

Innnihald

  • 100% mineral filterar
  • Canola olía
  • Hempolía

Öryggi og árangur

  • Náttúrulegar olíur
  • Án ilmefna
  • Án ofnæmisvaka
  • Öruggt fyrir viðkvæma húð og þá sem hafa barnaexem*

*Árangur og öryggi sólarvarnarinnar hefur verið sannreyndur með klínískum rannsóknum sem framkvæmdar voru af húðlæknum.

 

Samtök barnalækna í Póllandi mæla með notkun sólavarnarinnar frá fæðingu.