
Fyrir viðkvæma, þurra og grófa húð sem á til að fá kláða og ertingu eða snertiofnæmi.
Einnig fyrir heilbrigða húð til að verja gegn þurrki og minnka hættu á að viðkomandi fái eða þrói með sér barnaexem (e. atopic dermatitis).
Fyrir allan aldur. Ekki er þörf á öðru til að þvo sér þegar þessi olía er notuð.
Notað daglega í bað. Þegar olíunni er blandað í vatn myndast mild rakagefandi og mýkjandi baðlögur. Sem hreinsar óhreinindi af húðinni án þess að skaða verndandi himnu húðarinnar (e. hydrolipid mantle). Inniheldur blöndu af hempolíu og Canola olíu sem saman hjálpa til við að veita húðinni raka og næringu og sefa ertingu og ofnæmisviðbrögð.
Náttúrulegar olíur endurnæra húðina og stuðla að heilbrigðu ysta lagi hennar. Þær vernda einnig húðina gegn rakatapi (e. TEWL). Olíurnar sefa ertingu og losa húðina við þau ónot sem fylgja því þegar húðin er strekkt, þurr og með kláða. Styrkir verndarlag húðarinnar og gerir það að verkum að húðin nær betur að verja sig gegn utanaðkomandi áreiti og minnkar hættu á ofnæmi og myndun barnaexems.
Góð umhirða með EMOTOPIC getur hjálpað til við að lengja þau tímabil sem húðin er einkennalaus og venda hana gegn því að fá exem aftur.
Magn: 200 ml
Notkun
Nýfædd börn og ungabörn til 6 mánaða aldurs:
Setjið 1-2 tappa í baðkar með vatni. Hiti vatnsins ætti að vera um 37°C.
Hreinsið líkama og hársvörð barnsins. Þurrki varlega með handklæði án þess að nudda.
Þegar olían er blönduð í vatn myndar hún milda mjólkurkennda blöndu.
Farið varlega því olían setur sleipa filmu á baðið.
Börn og fullorðnir:
Setjið 4 tappa í baðkarið með vatni.
Gerið eins og leiðbeint er hér að ofan.
Innihaldsefni
- Hemp oil
- Canola oil
- Soybean oil
- Omega acids 3, 6 & 9
Árangur og öryggi
- Án parabena, litarefna, rotvarnarefna og ilmefna
- Hypoallergenic
- Prófað af húðlæknum
Þessi formúla er þróuð og prófuð vísindalega eftir nákvæmar klínískar rannsóknir og prófanir húðlækna.
Háþróuð formúla sem er þróuð sérstaklega fyrir mjög viðkvæma húð sem fær exem, þolist vel fyrir þannig húð.
Barnalæknar mæla með þessari vöru frá fæðingu.