Andlitsvatn sem jafnar Ph gildi húðarinnar – Normalizing toner PURI SEBOTONIQUE

Andlitsvatnið er notað eftir Micellar hreinsivatni eða hreinsifroðu og hentar fyrir húð með bólur (acne) og of mikla fituframleiðslu.

Árangur og virkni vörunnar fyrir blandaða og feita húð hefur verið sannreyndur með klínískum prófunum.

61% fannst varan mýkja húðina

57% fannst varan veita raka

Andlitsvatnið hefur bakteríudrepandi eiginleika. Það hreinsar leifar af farða og öðrum óhreinindum. Tamarind þykkni hreinsar í burt dauðar húðfrumur og sefar bólgur í húðinni vegna sýkinga. Burdock þykkni og zink PCA koma jafnvægi á fituframleiðslu húðarinnar og gera svitaholur minna sjáanlegar.

Öryggi vörunnar

– Ofnæmisprófað

– Klínískt prófað

– Án þekktra ofnæmisvaldandi ilmefna (allergen free)

Notkunarleiðbeiningar

Notið fyrst Micellar hreinsivatn eða hreinsifroðu.  Setjið hæfilegt magn af andlitsvatninu í bómull og strjúkið leifar af farða og óhreinindum af andlitinu. Notið síðan andlitskrem sem hæfir. Notið daglega bæði kvölds og morgna.

Innihaldsefni:

Tamarind extract – Hreinsar í burt dauðar húðfrumur. Veitir raka og kemur jafnvægi á rakabúskap húðarinnar.

Burdock extract – Kemur jafnvægi á bakteríuflóru húðarinnar. Kemur jafnvægi á fituframleiðslu húðarinnar. Er bakteríudrepandi.

Zinc PCA – Kemur jafnvægi á fituframleiðslu húðarinnar og minnkar fituframleiðslu hennar.

 Magn: 200 ml