Hreinsivatn sem hreinsar gaumgæfilega óhreinindi og farða fyrir húð sem á það til að fá bólur (acne) og er með of mikla fituframleiðslu. Árangur og virkni vörunnar fyrir blandaða og feita húð hefur verið sannreyndur með klínískum prófunum.
97% fannst varan hreinsa vel
77% fannst húðin verða mýkri
77% fannst varan veita raka
Hreinsivatnið hreinsar húðina af óhreinindum, farða og umfram fitu. Mandelic acid, zink PCA og burdock þykkni koma jafnvægi á fituframleiðslu húðarinnar. Einnig hjálpa þessi innihaldsefni við að koma jafnvægi á bakteríuflóru húðarinnar. Einstakt innihaldsefni sem kallast pore diminish Formula hreinsar í burtu óhreinindi sem stífla svitaholur og gerir þær minna sjáanlegar. Húðin verður fíngerðari, mýkri og minna rauð. Veitir húðinni raka þannig að hún verður ekki strekkt og þurr.
Öryggi vörunnar
– Ofnæmisprófað
– Klínískt prófað
– Án Parabena
– Án þekktra ofnæmisvalda (allergen free)
– Án SLES
– Án SLS
– Án sápu
– Án litarefna
Notkunarleiðbeiningar
Setjið hæfilegt magn af vökvanum í bómull og hreinsið andlit og augu. Notið síðan andlitskrem sem hæfir. Notið bæði kvölds og morgna.
Innihaldsefni:
- Burdock extract – Kemur jafnvægi á bakteríuflóru húðarinnar. Kemur jafnvægi á fituframleiðslu húðarinnar. Bakteríudrepandi.
- Mandelic acid – Hefur bakteríueyðandi áhrif. Hreinsar yfirborð húðarinnar og kemur í veg fyrir myndun fílapensla.
- Pore-Diminish formula – Hreinsar stíflaðar svitaholur þannig að þær verða minni og sjást síður.
- Zinc PCA – Kemur jafnvægi á fituframleiðslu húðarinnar.
Magn: 200 ml