Krem fyrir feita húð með þurrkubletti – Soothing face cream SPF15 for seborrheic, reddened flake prone skin OCTOPIROX®

Þetta krem er sérstaklega hannað fyrir feita og blandaða húð sem er rauð og á það til að flagna (sérstaklega í kringum nef, á milli augabrúna, á enni og í kringum munninn). Kremið hentar þeim sem eru að gangast undir lyfjameðferð við flösuexemi (seborrhoeic dermatitis) til þess að koma í veg fyrir húðflögnun.

Virkni og árangur vörunnar hefur verið sannreyndur og prófaður af húðlæknum.

– Veitir öflugan raka

– Sefar húðina

– Minnkar flögnun

Þetta krem er sérhæfð meðferð til þess að sefa húðina og um leið koma jafnvægi á rakabúskap og fituframleiðslu hennar. Kremið styrkir ysta lag húðarinnar og hjálpar henni þannig að halda náttúrulegu raka og fitujafnvægi. Kremið dregur úr flögnun og styrkir mótstöðuafl húðarinnar þannig að hún verður minna viðkvæm. Einkaleyfisvarið innihaldsefni Octopirox® hefur bakteríuhamlandi eiginleika og kemur jafnvægi á náttúrulega varnarflóru húðarinnar. Octopirox® hjálpar til við að halda flösuexemi í skefjum. Kremið hjálpar til við að koma jafnvægi á fituframleiðslu húðarinnar og gera hana mattari. Viðkvæm húð þolir kremið vel og það inniheldur sólarvarnarstuðul SPF 15.

Öryggi vörunnar

– Ofnæmisprófað

– Klínískt prófað

– Án ofnæmisvaka (Allergen free)

– Án ilmefna

Notkunarleiðbeiningar

Berið kremið á húðina eftir að hún hefur verið hreinsuð. Notið ekki á augnsvæðið. Notið daglega.

Innihaldsefni:
  • Octopirox® – Hefur bakteríuhamlandi eiginleika og  kemur jafnvægi á varnarflóru húðarinnar. Minnkar flögnun og kemur í veg fyrir bólmyndun.  
  • The UVA and UVB filters – Veita vörn gegn geislum sólarinnar.

Magn 30 ml