
Fyrir húð sem fær bólur en er þurr á yfirborðinu og viðkæma. Hentar þeim sem hafa verið á lyfjum vegna sýking og bólum á húð. Ver húðina gegn UV geislum SPF30.
92% Veitir húðinni matta áferð
96% Húðin verður mýkri og jafnari
100% Svitaholur verða minna sjáanlegar
Kremið veitir húðinni mjög góðan raka. Lyfjameðferðir við bólum gera húðina mjög þurra en kremið hjálpar til við að fylla á rakabúskap húðarinnar. Það fer vel inn í húðina og hjálpar ysta lagi hennar til þess að binda raka þannig að húðin verður mjúk. Kremið sefar ertingu og styrkir heilbrigða microflóru húðarinnar með prebiotic complex og allantoin. Bakteríudrepandi innihaldsefni (willow bar og sage extract) hjálpa til við að hamla sýkingum og bólumyndun. Kremið inniheldur SPF30 sem vinnur gegn myndun brúnna bletta. Kremið fer fljótt inn í húðina og stíflar ekki.
Öryggi og árangur vörunnar hefur verið sannreyndur með klínískum rannsóknum
Öryggi vörunnar:
– Ofnæmisprófað
– Klínískt prófað
– Án ilmefna
Notkunarleiðbeiningar
Berið kremið á hreina húð á daglega að morgni. Berið ekki á augnsvæðið. Hentar vel undir farða.
Innihaldsefni:
- Hydructor
Veitir húðini djúpan raka og hjálpar húðinni að halda í raka. Húðin verður endurnærð. - Prebiotic complex
Stuðlar að heilbrigðri microflóru húðarinnar. Styrkir mótstöðuafl húðarinnar og dregur úr viðkvæmni. - Allantoin
Sefar ertingu og stuðlar að heilbrigðri endurnýjun húðarinnar. - White willow extract
Hefur bakteríuhamlandi eiginleika og sefar húðina. Kemur jafnvægi á frumuendurnýjun og flögnun og hjálpar til við að koma í veg fyrir bólur og sýkingar. - Sage extract
Hefur bakteríuhamlandi eiginleika og vinnur gegn bólum.
Magn: 50 ml