Krem sem gerir húðina mattari – Hydrating sebo normalizing face cream SEBOSTATIC DAY

Þetta krem hentar þeim sem eru með feita eða blandaða húð sem á það til að glansa og fá bólur (vegna streitu, utanaðkomandi áreiti eða hormónaójafnvægis). Einnig er mælt er með kreminu fyrir þá sem vilja sporna gegn grófri húð eða áberandi svitaholum.

Árangur og virkni vörunnar fyrir blandaða og feita húð hefur verið sannreyndur með klínískum prófunum.

100% húðin verður sléttari

100% veitir raka

71% svitaholur fíngerðari

82% stíflar ekki svitaholur

Þetta dagkrem er hannað til þess að draga úr bólumyndun, gera svitaholur fíngerðari og verja húðina gegn UVA og UVB geislum. Pore-Diminish formula sér til þess að svitaholur stíflist ekki ásamt því að gera þær fíngerðari. Virk innihaldsefni hamla bólumyndun og myndun fílapensla ásamt því að koma jafnvægi á fituframleiðslu húðarinnar. Þegar fituframleiðsla kemst í jafnvægi verður húðin minna glansandi og bjartari. Þetta krem er fislétt og hentar því vel undir farða. Það kemur jafnvægi á rakabúskap húðarinnar þannig að  hún verður ekki lengur þurr á yfirborðinu.    

Öryggi vörunnar:

– Ofnæmisprófað

– Klínískt prófað

– Inniheldur ekki þekkta ofnæmisvalda (Allergen free)

– Án parabens

Notkunarleiðbeiningar

Berið kremið á húðina eftir að hún hefur verið hreinsuð. Notið ekki á augnsvæðið. Notið daglega á morgnanna.

Innihaldsefni:
  • Pore-Diminish formula- Hreinsar stíflaðar svitaholur og minnkar umfang þeirra svo þær verða minna sjáanlegar.
  • Citrit acid-  Hreinsar dauðar húðfrumur og óhreinindi af yfirborði húðarinnar.
  • Piroctone olamine- Hefur bakteríuhamlandi áhrif. Hjálpar til við að koma jafnvægi á verndandi flóru húðarinnar. Hamlar bólumyndun.
  • Tartaric acid-  Veitir raka sem virkar djúpt ofan í húðinni og gerir hana sléttari og mýkri. Kemur jafnvægi á fituframleiðslu og hefur græðandi áhrif. 

Magn: 50 ml