Húð sem þarf að verja gegn UVA og UVB geislum

Útfjólubláir geislar eru ósýnilegir. Það eru þrjár tegundir af útfjólubláum geislum og þeim er skipt upp eftir bylgjulengd:

UVA geislar eru um það bil 90% UV geislunar

  • UVA geislar valda öldrun húðarinnar, húðskemmdum og útbrotum af völdum sólarinnar. Þeir geta einnig valdið húðkrabbameini.
  • UVA geislar hafa minni orku en UVB geislar.

UVB geislar eru um það bil 5% af UV geislun.

  • Þeir valda sólbruna og geta valdið krabbameini.

UVC geislar ná ekki til jarðarinnar því ósonlagið fangar þá.

Vísindamenn komust fyrst að skaðlegum áhrifum UV geislunar seint á nítjándu öld. Fyrst var talið að skaðlegu áhrifin kæmu fyrst og fremst af völdum UVB geislunar. Í dag er vitað að UVA geislar eru einnig skaðlegir og geta valdið húðkrabbameini. Mikil UVA geislun getur valdið meiri roða, ofnæmi og skaða af völdum UVB geislunar.

Líffræðilegar afleiðingar UV geislunar eru:

  • Til skamms tíma roði, litur, sólbruni og þykknun húðar
  • Til lengri tíma getur UV geislun valdið litabreytingum, brúnum blettum, öldrun og húðkrabbameini

Það er mjög mikilvægt að verja húðina gegn skemmdum af völdum UV geislunar. Sérfræðingar mæla með vörn með hæfilega háum SPF stuðli sem innihalda filtera sem eru stöðugir og veita vörn gegn breiðu sviði geislunar. Sólarvörn á ekki einungis að nota í sólbaði heldur einnig þegar einstaklingar eru í ljósameðferð við húðsjúkdómum á borð við barnaexem (atopic dermatitis) eða vegna aðgerða á húð.

Pharmaceris sólarlínan er fyrir alla einnig þá sem hafa viðkvæma húð sem þarfnast góðrar verndar lesa meira