Háræðaslit í andliti

Hvað eru háræðar?

Ysta lag húðarinnar sem kallað er húðþekjan (epidermis) inniheldur engar æðar. Miðlag húðarinnar sem kallað er leðurhúð (dermis), fær súrefni og næringu frá þéttu neti örfínna háræða. Þær eru smágerðar, þunnar og liggja nálægt yfirborði húðarinnar. Þessar æðar þenjast út eða herpast saman til að jafna blóðflæði eftir aðstæðum hverju sinni. Það er eðlileg starfsemi húðarinnar, eins og þegar við verðum rauð í framan ef okkur er heitt. Háræðarnar víkka til þess að losa sig við umfram hita og þá verður húðin rauð. Það eru þó ýmsir þættir sem geta truflað eðlilega starfsemi háræðanna.

Af hverju myndast háræðaslit?

UV geislar og sígarettureykur eru þættir sem geta valdið skaða á háræðum húðarinnar. Streita, mikill hiti, mikill kuldi, erfðir og óhollt mataræði ásamt mörgum öðrum þáttum geta leitt til þess að eðlileg starfsemi háræðanna raskast. Þegar það gerist myndast það sem oft er kallað háræðaslit. Þó að það sé kallað háræðaslit er það í rauninni ekki slit heldur útvíkkaðar háræðar sem sjást á yfirborði húðarinnar. Þegar „háræðaslit” myndast verður húðin viðkvæmari og meiri líkur á að meira „háræðaslit” myndist. Húðin verður rauð og þurr og það veldur stundum brunatilfinningu í húðinni. Algengara er að konur fái háræðasliti eftir þrítugt.

Hvernig er best að hugsa um húð sem er með háræðaslit?

Það er mikilvægt að hugsa vel um húðina. Það þarf að vernda hana eins vel og hægt er gegn veðrabreytingum og UV geislum. Ekki skal nota of heitt vatn og varast að andlitshúðin komist í tæri við klórvatn. Minnka skal neyslu á mjög krydduðum mat og áfengi.

Pharmaceris N línan inniheldur vörur sem hjálpa til við að næra húðina og styrkja háræðarnar ásamt því að vernda húðina fyrir kulda og UV geislum lesa meira