Af hverju fáum við bólur?
Bólur (acne) er húðvandamál sem stafar af ójafnvægi í starfsemi fitukirtla húðarinnar. Fitukirtla er að finna í húðinni um allan líkamann, nema í lófunum og iljunum. Það er mismunandi mikið um fitukirtla og sum svæði húðarinnar hafa fleiri fitukirtla en önnur. Í andlitinu er flestir fitukirtlar á T svæðinu eða miðju andlitsins (enni, nefi og höku). Margir þættir hafa áhrif á fituframleiðslu og geta sem dæmi streita og hormón örvað fituframleiðslu. Þegar húðin framleiðir of mikla fitu verður hún feit og glansandi. Umfram húðfita sem kemur úr fitukirtlunum er gróðrarstía fyrir bakteríur. Það veldur ertingu í húðinni þegar örverur hennar brjóta niður umframfitu. Þá verður húðin rauð og bólur myndast. Stundum loka líka harðnaðar húðfrumur húðholunum og þá myndast fílapenslar. Fílapenslar geta líka myndast ef ekki er hugsað vel um húðina og hún þrifin reglulega. Bólur myndast aðallega á andlitinu, efri hluta baksins og á bringunni.
Hvernig er best að annast bólótta húð?
Bólumyndun er ekki bundin við aldur. Bólur eru nokkuð algengar hjá fólki yfir þrítugu og nýjustu rannsóknir sýna að 5% allra yfir fertugu kljást við bóluvandamál. Grunnatriði í umhirðu bóluhúðar eru þau sömu burt séð frá aldri. Það er nauðsynlegt að verja húðina í sólinni þrátt fyrir að bólur hjaðni oft til að byrja með við sólarljós þá magna sólargeislar bólur og sýkingar þegar til lengri tíma er litið. Það er mikilvægt að hreinsa húðina reglulega án þess að þurrka húðina upp. Ef húðin er þurrkuð upp þá bregðast fitukirtlarnir við með því að framleiða ennþá meiri fitu. Það er einnig mikilvægt að nota vörur sem hjálpa til við að vinna á sýkingum í húðinni og veita henni nauðsynlegan raka.
Prófaðu Pharmaceries T línuna við bólum lesa meira