Húðofnæmi

Af hverju fáum við húðofnæmi?

Til að húðin geti starfað eðlilega þurfa nokkrir þættir að vera í jafnvægi. Þar á meðal þarf náttúruleg fita á yfirborði húðþekjunnar að vera til staðar. Þessi fita myndar verndarlag sem ver húðina gegn utanaðkomandi áreiti, þurrki og öðrum skaðlegum umhverfisáhrifum. Ein ástæða þess að húðin verður ofurviðkvæm eða fólk fær ofnæmisútbrot er að þetta verndarlag er ekki í góðu jafnvægi. Ofnæmi getur verið arfgengt en það geta allir fengið ofnæmi á einhverjum tímapunkti. Þegar um ofnæmi er að ræða verður húðin rauð vegna ertingar af völdum efna sem hún kemst í tæri við, þó um sé að ræða efni sem að öllu jöfnu ættu að vera meinlaus.

Hvernig er best að hugsa um húð sem er viðkvæm og fær ofnæmi?

Það er krefjandi að hugsa vel um ofnæmishúð. Það fyrsta sem þarf að huga að er að hætta að nota allt sem hefur valdið ertingu í húðinni. Síðan þarf að varast efni sem vitað er að geta verið ofnæmisvaldandi (allergens). Best er að nota vörur sem eru án litar- og ilmefna.  Það er einnig mjög mikilvægt að næra húðina og passa upp á að hún verði ekki þurr. Gott er að nota vörur sem eru sérstaklega hannaðar fyrir viðkvæma húð og eru mýkjandi og sefandi.

Pharmaceris A línan er sérstaklega hönnuð fyrir viðkvæma húð. Hún er ofnæmisprófuð og inniheldur hvorki ilmefni né paraben lesa meira