Rósroði

Hvað er rósroði?

Rósroði er húðsjúkdómur sem veldur alvarlegum húðvandamálum. Þó rósroði sé algengastur hjá konum eftir þrítugt fá karlmenn hann einnig. Vandamál með háræðar og roða í húðinni geta verið vísbendingar um að viðkomandi sé að fá rósroða. Húð með rósroða er sérlega viðkvæm og rauð, oftast á miðju andlitinu; höku, kinnum, nefi og enni. Á seinni stigum húðsjúkdómsins geta myndast bólur og sýkingar í húðinni ásamt roða í augum og slímhimnubólgu. Hjá karlmönnum eru útbrotin stundum það mikil á nefi að það getur afmyndast.

Ekki er vitað hver meginorsök rósroða er. Eitt af því sem getur komið af stað rósroða er sýking í húðinni. Ofvirkni ensíma sem kölluð eru metalloproteinase er einnig hugsanleg orsök. Metalloprotainase eru náttúruleg ensím í húðinni sem sjá um að brjóta niður aflóga kollagenþræði. Ef þessi ensím eru ofvirk, verður of mikið niðurbrot kollagenþráða sem síðan leiðir til sýkingar.

Hvernig er best að hugsa um húð með rósroða?

Það er krefjandi að hugsa um húð með rósroða. Rósroða er ekki hægt að lækna en honum er hægt að halda niðri. Þá er mikilvægt að fara eftir nokkrum grunnreglum. Varast skal hita og sól, þar á meðal heit böð. Eins er mikill kuldi og raki ekki góður fyrir húð með rósroða. Ekki skal neita matar sem er kryddaður með sterku kryddi eða matar sem er súr, þar með talið sterkt kaffi og te. Áfengi er ekki talið gott og þá sérstaklega rauðvín. Allar vörur sem notaðar eru á húðina verða að vera sérlega mildar og án parabena og  ilmefna.

Pharmaceris með sérstaka línu sem hentar fólki með rósroða  lesa meira