Pharmaceris eru húðlæknasnyrtivörur (dermocosmetics) sem hannaðar eru til að takast á við ýmis húðvandamál. Hver lína er hönnuð til þess að vinna á ákveðnum húðvandamálum og eru línurnar aðgreindar með bókstöfum.
Rannsóknarstofur Pharmaceris leiða saman sérfræðinga á mismunandi sviðum sem nýta háþróaðar rannsóknir og áratuga sérfræðiþekkingu til að þróa vörur sem hjálpa húðinni að starfa eðlilega. Vörurnar eru hannaðar til að vinna á erfiðum húðvandamálum og hafa bæði verið prófaðar af húðlæknum og klínískt prófaðar.
Ofnæmisprófaðar – Öryggi og árangur hefur verið sannreyndur með rannsóknum – Meðmæli húðlækna
Pharmaceris er vörumerki sem þú getur treyst
Milljónir ánægðra viðskiptavina og sérfræðingar eins og húðlæknar, fæðingalæknar, kvensjúkdómalæknar og lyfjafræðingar mæla með vörunum.
Áratugareynsla og sérfræðikunnátta
Árangur varanna hefur verið sannreyndur með prófum sem framkvæmd eru í Centre for Science and Research. Þar starfar öflugt teymi með áratugareynslu og sérfræðiþekkingu. Teymið hefur á að skipa sérfræðingum á borð við húðlækna, ofnæmissérfræðinga, lyfjafræðinga, líffræðinga og sameindalíffræðinga. Þeir sameina krafta sína til að þróa öruggar og áhrifaríkar vörur þar sem notaðar eru nýjustu uppgötvanir og rannsóknir á líffræði húðarinnar og öruggum innihaldsefnum.
Árangur
Vörurnar gangast undir margþætt próf og strangar rannsóknir húðlækna áður en þær eru settar á markað. Þær eru rannsakaðar og prófaðar í samstarfi við óháðar rannsóknarstofur, sjúkrahús og húðlæknastofur.
Öryggi
Til að tryggja ýtrustu gæði er öryggi varanna prófað umfram það sem reglur kveða á um. Eigin rannsóknarstofur gera sérfræðingum fyrirtækisins kleift að rannsaka áhrif hinna ýmsu innihaldsefna á frumur og húð. Þar framkvæma þeir in vitro og ex vivo próf. Það eru einungis örfáir snyrtivöruframleiðendur í heiminum sem hafa tök á að framkvæma slík próf sjálfir.
Þróun
Einstök einkaleyfisvarin innihaldsefni, víðtæk sérfræðiþekking og öflugar rannsóknarstofur gera fyrirtækinu kleift að framleiða vörur sem eru skrefi framar. Sérfræðingar fyrirtækisins eru þekktir fyrir einstök afrek sín og sérfræðikunnáttu. Rannsóknir þeirra og uppgötvanir hafa verið birtar í virtum ritrýndum vísindatímaritum.