Það verður að viðurkennast að mörgum finnst mjög freistandi að kreista bólur. Bæði er leiðinlegt að vera með bólur og svo er það oft það eina sem maður sér í speglinum þegar þær birtast! Bólur eru sýking í húðinni og í raun samþjappaðar bakteríur. Ef við kreistum bólur þá eru miklar líkur á að það myndist fleiri bólur og við ýtum bakteríum dýpra inn í húðina. Bakteríur á fingrunum eiga greiða leið að húðinni þegar við erum að kroppa og kreista. Þá verður húðin rauð, bólgin og sýkt. Svarið við spurningunni er: Ekki kreista bólur vegna þess að bóla sem er látin vera jafnar sig yfirleitt á innan við viku en bóla sem er kreist er margar vikur að gróa og getur leitt til þess að þú fáir ör.