Ég á yfirleitt til tvo liti af farða inni í skáp hjá mér. Vegna þess að húðin á mér er mun ljósari á veturna heldur en á sumrin. Eins er húðin á mér misdökk yfir veturinn eftir því hvort ég er dugleg að fara í sund og stunda útivist eða ekki. Það er í raun mjög auðvelt að finna réttan lit af farða:

1. Finnið tvo til þrjá litatóna sem eru líklegastir til að passa.

2. Berið örlítið magn á hökuna þannig að dálitið af farðanum fari niður á hálsinn og upp á kjálka. 

3. Sá litur sem blandast vel við þinn litartón er sá rétti. 

Það gerir húðina bjartari og unglegri að vera ekki með of dökkan tón. Betra er að vera með tón sem blandast fallega þínum húðlit og fríska upp á með sólarpúðri eða kinnalit.