Andlitsvatn sem stemmir pH gildi húðarinnar – Gentle face toner PURI-CAPILIQUE

Andlitsvatn fyrir húð sem er með háræðaslit og eða roða. Anditsvatnið er notað til að hreinsa burtu leifar af óhreinindum og farða. Það hentar öllum aldri.

Árangur og virkni vörunnar hefur verið sannreyndur með klínískum prófunum.

100% fannst andlitsvatnið frískandi

96% fannst andlitsvatnið rakagefandi

Þetta andlitsvatn stemmir pH gildi húðarinnar og hreinsar leifar af farða af húðinni. Acerola þykkni og Glucam® veita húðinni góðan raka og vernda hana gegn því að þorna og stemma stigu við roða í húðinni.

Öryggi vörunnar:

Árangur og virkni vörunnar fyrir húð sem á það til að fá háræðaslit og verður auðveldlega rauð hefur verið sannreyndur með klínískum prófunum.

– Ofnæmisprófað

– Klínískt prófað

– Án Parabena

– Án alkohóls

Notkunarleiðbeiningar

Byrjið á því að hreinsa húðina með Hreinsivatni, hreinsigeli eða hreinsifroðu úr N línunni. Setjið þarnæst hæfilegt magn af andlitsvatni í bómull og strjúkið húðina varlega. Berið krem á húðina. Notist daglega kvölds og morgna.

Innihaldsefni:

Acerola extract – Andoxunarefni sem verndar húðina gegn skaðlegum umhverfisáhrifum. Styrkir háræðanetið og örvar nýmyndun frumna um leið og það dregur úr roða í húðinni.

D-panthenol – hefur sefandi og róandi áhrif og byggir upp mótstöðu húðarinnar þannig að hún verður minna viðkvæm.

Glucam® – bindur raka í húðinni og gerir það að verkum að rakinn helst lengi í húðþekjunni. Það hjálpar húðinni að endurheimta teygjanleika og styrk þannig að hún verður mýkri og sléttari.

Magn: 200 ml