Styrkjandi rakakrem fyrir andlit, SPF 20 – Moisturizing strengthening cream VITA-CAPILARIL

Þetta dagkrem hentar fyrir húð sem er venjuleg eða þurr og með háræðaslit eða roða. Kremið styrkir háræðanet húðarinnar og ver hana gegn utanaðkomandi áreiti. Kremið inniheldur sólarvarnarstuðul SPF 20.

Virkni og árangur vörunnar fyrir húð sem fær háræðaslit eða roða hefur verið sannreyndur með klínískum prófunum.

96% fannst húðin endurnærð af raka

78% fannst húðin minna rauð

Kremið veitir raka og styrkir húðina. Það er mjög létt og smýgur vel inn í húðina. Olive wax og glycerine veita djúpan raka sem endist. Golden algae extract styrkir ysta lag húðarinnar þannig að rakinn helst betur í húðinni. Vitamin PP styrkir háræðarnar og minnkar roða í húðinni. Thiotaine og thioproline vinna gegn skaðlegum umhverfisáhrifum og vernda húðina gegn utanaðkomandi áreiti. Kremið örvar náttúrulega getu húðarinnar til þess að starfa eðlilega þannig að hún verður mýkri og sléttari. Með reglulegri notkun kremsins verður húðin minna viðkvæm. 

Öryggi vörunnar:

– Ofnæmisprófað

– Klínískt prófað

– Án Parabena

– Án rotvarnarefna

Notkunarleiðbeiningar

Hreinsið húðina með Pharmaceris hreinsi og berið síðan kremið á í hæfilegu magni. Kremið er létt og fer fljótt og vel ofan í húðina því hentar vel sem farðaundirlag. Kremið stíflar ekki húðina.

Innihaldsefni:
  • Vitamin PP – Hjálpar til við að byggja upp varnir húðþekjunnar.  Styrkir háræðarnar og minnkar roða í húðinni. Örvar efnaskipti kollagens og kemur jafnvægi á seramíð framleiðslu húðarinnar. Byggir upp raka í húðinni og eykur teygjanleika húðarinnar. Húðin fær jafnari lit og verður mýkri og stinnari.
  • Golden algae – Kemur í veg fyrir þurrk. Veitir góðan raka og kemur í veg fyrir að húðin tapi rakanum.
  • Olive wax – Mildur næringar- og rakagjafi.
  • Thiotaine og thioproline complex – Öflugur sindurefnabani. Gerir húðina mýkri og sléttari.

Magn: 50 ml