Sefandi hreinsifroða fyrir andlit og augu – Soothing foam PURI-SENSILIUM

Hreinsifroða sem ætluð er til daglegrar hreinsunar á húð sem er sérstaklega viðkvæm og húð sem fær ofnæmi. Froðan kemur í staðinn fyrir sápu og hentar öllum aldri.

Árangur og virkni vörunnar fyrir viðkvæma húð og ofnæmi hefur verið sannreyndur með klínískum prófunum.

100% fannst froðan hreinsa vel

86% fann fyrir sefandi áhrifum froðunnar á húðina

Þessi yndislega milda froða hreinsar vel óhreinindi og farða. Innihaldsefnin endurnýja rakann í húðinni og koma í veg fyrir að húðin verði þurr og strekkt. Froðan inniheldur ekki sápu og einstakt innihaldsefni hennar IMMUNO-PREBIOTIC sefar húðina og hjálpar henni að byggja upp mótstöðu.

Öryggi vörunnar:

Öryggi og virkni vörunnar hefur verið sannreynd og prófuð af húðlæknum.

– Ofnæmisprófuð

– Klínískt prófuð og prófuð af húðlæknum

– Án Parabena

– Án sápu

– Án SLS og SLES

– Án ilmefna

 Notkunarleiðbeiningar

Setjið hæfilegt magn af froðu í lófann og berið á andlitið, skolið af með vatni. Notið andlitsvatn og eða krem. Notist daglega kvölds og morgna.

 Innihaldsefni:
  • IMMUNO-PREBIOTIC FORMULA – Sefar húðina og ver hana gegn ofurviðkvæmni.
  • D-panthenol – Hefur sefandi og róandi áhrif og byggir upp mótstöðu húðarinnar þannig að hún verður minna viðkvæm.
  • Glucam® – Bindur raka í húðinni og gerir það að verkum að rakinn helst lengi í húðþekjunni. Það hjálpar húðinni að endurheimta teygjanleika og styrk þannig að hún verður mýkri og sléttari.

Magn: 150 ml