P – húðlæknavörur fyrir húð með Psoriasis

Psoriasis er sjúkdómur sem hrjáir um 2% jarðarbúa. Þau sem hafa psoriasis þurfa að hugsa mjög vel um húðina til þess að sporna gegn útbrotum. Það þarf að hreinsa húðina og næra hana með mildum vörum. P línan hefur bakteríu og sveppahamlandi eiginleika vegna þess að húð sem hefur útbrot er útsett fyrir sýkingum.

Ichthyol er eitt aðalinnihaldsefna línunnar en það hjálpar til við að koma jafnvægi á frumumyndun í húðinni ásamt því að sefa kláða. Það er ekki til lækning við þessum sjúkdómi en það er hægt að milda áhrif hans með réttri meðhöndlun.