W – Fyrir bjartari húð og ljóma – vinnur gegn litabreytingum

W línan í Pharmaceris hjálpar til við að vinna á og sporna gegn myndun brúnna bletta og litabreytinga á húð (e. hyperpigmentation)*.  Þessi lína gerir húðina bjartari og lýsir brúna bletti og litabreytingar sem þegar hafa myndast og spornar gegn myndun nýrra bletta. Háþróuð nútímatækni og sérfræðiþekking Pharmaceris á húðinni og öflugum innihaldsefnum gera þessa línu fremsta í þessum flokki. Með reglulegri notkun má öðlast bjartari og ljómandi húð. Þessi lína er fyrir þroskaða húð og er uppbyggjandi um leið og hún vinnur gegn hrukkum.

*(Litabreytingar á húð geta myndast meðal annars vegna UV geisla, getnaðarvarnarpillu, þungunar, aðgerða á húð eða útbrota og sýkinga).

Dagkrem SPF50+
Næturkrem
Augnkrem
C vítamín serum