A – Ofnæmi og viðkvæm húð

A vörulínan frá Pharmaceris er sérstaklega ætluð þeim sem eru með viðkvæma húð og fyrir þá sem fá ofnæmi. Þessi vörulína inniheldur virk innihaldsefni sem hjálpa til við að koma jafnvægi á ónæmiskerfi húðarinnar. Hún hjálpar til við að róa og sefa viðkvæma húð um leið og hún styrkir verndandi yfirborð húðþekjunnar. Þannig kemur hún í veg fyrir ofurviðkvæmni húðarinnar og dregur úr exemi, ertingu, roða, kláða og brunatilfinningu. Húðin verður heilbrigðari, mýkri og frískari. Án ilmefna og aukaefna sem geta ert húðina. Þessi Pharmaceris lína inniheldur einstök einkaleyfisvarin innihaldsefni Immuno-Prebiotic og Leukine-Barrier.

Eins og aðrar vörur Pharmaceris hafa allar vörurnar í þessari línu verið ofnæmisprófaðar af húðlæknum og klínískt prófaðar. Öryggi og árangur varanna fyrir viðkvæma húð og ofnæmishúð hefur verið staðfestur með rannsóknum. Varan er fyrir: Ofnæmishúð, húð sem er viðkvæm fyrir utanaðkomandi áreiti (frosti, vindi, hita, sólargeislum) eða húð sem þolir illa snyrtivörur.

Ofnæmisprófað – Klínískt prófað

 

Micellar hreinsivatn fyrir viðkvæma húð

Sefandi hreinsigel

Hreinsifroða án sápu og ilmefna

Andlitsvatn fyrir þurra og viðkvæma húð

Dagkrem með SPF 20. Veitir góðan raka og mýkir. Fyrir viðkvæma eða ofnæmishúð.

Djúpnærandi 24 stunda krem fyrir viðkvæma húð og þá sem fá ofnæmi.

Augnkrem sem dregur úr þurrki og hrukkum

Serum með A og E vítamíni

Rakabomba með Hylaluronic Acid

aA

 

 

 

 

Ofnæmishúð lesa meira

Facebooktwitterpinterestmail