Háþróuð vísindi liggja að baki nútíma snyrtivörum

Háþróuð vísindi liggja að baki nútíma snyrtivörum og eru þau stöðugt í þróun. Þær eiga lítið sem ekkert sameiginlegt með einföldum kremum sem við þekkjum frá fyrri tíð. Það útheimtir nákvæmar og gaumgæfilegar rannsóknir að framleiða vörur, sem eru árangursríkar og öruggar. Dr Irena Eris er doktor í lyfjafræði og sérfræðingur í vörum sem vinna gegn húðvandamálum og sporna gegn öldrun. Vörulínur hennar eru þróaðar á rannsóknarstofu Dr Irena Eris Centre for Science and Research. Þar sem sérfræðingar á mörgum sviðum koma saman og nýta sér það besta úr náttúrunni og háþróaða tækni úr lyfjaiðnaði og húðlæknavísindum, sem hjálpa húðinni að komast í jafnvægi og gera hana unglegri og sporna gegn öldrun hennar.