H
Háþróuð vísindi
Háþróuð vísindi liggja að baki nútíma snyrtivörum og eru þau stöðugt í þróun. Þær eiga lítið sem ekkert sameiginlegt með einföldum kremum sem við þekkjum frá fyrri tíð. Það útheimtir nákvæmar og gaumgæfilegar rannsóknir að framleiða vörur, sem eru árangursríkar og öruggar.
Norberg er heildverslun sem sérhæfir sig í vörum fyrir apótek og snyrtivöruverslanir
D
Dr Irena Eris er doktor í lyfjafræði og sérfræðingur í vörum sem vinna gegn húðvandamálum og sporna gegn öldrun.
DR IRENA ERIS
Heilbrigð húð er falleg húð!
Vörur frá Dr Irena Eris eru ávísun á árangur og gæði. Dr Irena Eris stendur fyrir öruggar og öflugar vörur sem þróaðar eru af vísindamönnum á mismunandi sviðum; húðlæknum, lyfjafræðingum, ofnæmissérfræðingum, líffræðingum, sameindalíffræðingum og snyrtifræðingum. Uppgötvanir á heimsmælikvarða svo húð þín megi öðlast jafnvægi og fegurð.
P
Pharmaceris eru húðlæknavörur sem hjálpa til við að vinna gegn húðvandamálum og stuðla að jafnvægi.
Pharmaceris
Verjum húðina og hugsum vel um hana!
Pharmaceris eru öruggar vörur sem þróaðar eru til að hjálpa húðinni að komast í jafnvægi og vinna bug á mismunandi húðvandamálum eins og ofnæmi, þurrki, bólum, exemi, rósroða og háræðasliti. Þær eru ofnæmisprófaðar og klínískt prófaðar undir eftirliti húðlækna og framleiddar samkvæmt ýtrustu gæðakröfum. Hver lína er auðkennd með staf. Pharmaceris fæst í apótekum.