Pharmaceris Hárvörur gegn hárlosi

Það tók vísindamenn Pharmaceris 10 ár að þróa þessa öfluga vöru, sem þykkir hárið og vinnur gegn hárlosi. Sjampó og hárnæring fyrir karlmenn og konur sem vilja heilbrigðara og þykkara hár.

  • Örvar náttúrulegan hárvöxt
  • Hamlar hárlosi og skalla
  • Vinnur gegn gena og hormónatengdu hárlosi

sjá meira hér

Er besta fegrunarleyndarmálið geymt í næstu brekku? Krækiber gegn hrukkum?

Krækiber eru stútfull af vítamínum og þau innihalda líka mikið járn. Þau eru einnig auðug af andoxunarefnum. Samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands eru andoxunarefni sögð geta styrkt ónæmiskerfið og dregið úr líkum á æðakölkun og blóðtappa og minnkað hrukkumyndun.

Krækiberjaling er lágvaxið með þéttum dökkgrænum blöðum. Blómin eru bleik og agnarsmá eða um 1-2 mm. Það vex í þurrum brekkum og blómgast í maí eða júní. Berin fullþroskast eftir miðjan ágúst. Það er mun auðveldara að finna krækiber en bláber og þau eru mun harðgerðari og því hægt að týna þau lengur.

Ég veit ekki með ykkur en við ætlum í berjamó um helgina! Góða helgi kæru vinir 🙂

Pharmaceris hnitmiðuð meðferð gegn bólum

Medi acne spot gel er borið beint á bólur 2-3 sinnum daglega

Árangur og öryggi vörunnar hefur verið prófað:

Dregur úr sýkingu
Dregur úr bólgumyndun í bólum
Bólur sjást minna
Kemur í veg fyrir frekari sýkingu
Kýli (e. pustules) minnkuðu um 72%*

*Klínískar prófanir framkvæmdar af húðlækni eftir 7 daga notkun

Pharmaceris – Sólarlína fyrir viðkvæma húð

Barnasólarvörnin er viðurkennd

Við mælum með Pharmaceris sólarlínunni fyrir alla einnig þá sem hafa viðkvæma húð sem þarfnast góðrar verndar. Hún verndar húðina gegn skaðlegum UVA og UVB geislum. Vörnin inniheldur stabíla (e. photostable)  UVA og UVB fíltera, sem veita öfluga vörn.Sólarvörnin er fyrir börn og fullorðna og dregur úr ertingu af völdum sólarinnar. Hún hentar einnig þeim sem þurfa góða vörn eftir aðgerðir á húð eða vegna lyfjameðferðar.  Nærandi eiginleikar koma í veg fyrir þurrk og mýkja húðina.

Prófuð af húðlæknum
OFNÆMISPRÓFUÐ
ÁN OFNÆMISVAKA
ÁN ILMEFNA
ÁN LITAREFNA
VATNSÞOLIN

 

Hvað er besti farðinn?

Fljótandi farða sem hylja og vernda

Nýtt líf einfaldar leit kvenna af besta farðanum. Pharmaceris Fluid finish er í top 10 yfir bestu farðana hjá Nýju lífi!

Er besta fegrunarleyndarmálið geymt í krananum?

Drekkum hæfilegt magn af vatni daglega
Vatn er gott fyrir húðina og heilsuna. Við erum svo heppin á Íslandi að fá lindarvatn beint úr krananum heima hjá okkur. Kalda vatnið okkar kemur frá jöklum landsins þar sem það síast langar leiðir í gegnum hraun á leið sinni í vatnslindirnar. Þannig verður vatnið okkar kristaltært og hreint. Drekkum 6-8 glös á dag fyrir húðina og heilsuna.

Hvernig er húðin uppbyggð og af hverju er hún svona mikilvæg?

Húðin er stærsta líffæri líkamans. Hjá meðalmanneskju er húðin um tveir fermetrar að stærð og tekur til u.þ.b. 15% af heildarþyngdar líkamans. Hún er allt að 1 – 1,5 mm að þykkt í andlitinu, einungis um 0,5 mm á augnlokum og allt að 0,75 mm á hálsi. Aðalverkefni húðarinnar er að verja líkamann fyrir utanaðkomandi áreiti.

  • Húðin ver okkur gegn útfjólubláum geislum og öðru óæskilegu utanaðkomandi áreiti
  • Hún ver okkur gegn sýkingum
  • Kemur í veg fyrir vökva og hitatap
  • Veitir okkur mikilvægar upplýsingar um umhverfið í gegnum snertiskynið

Til að húðin geti staðið undir þessum mikilvægu verkefnum og starfað eðlilega þarf hún að vera heilbrigð. Það eru margir utanaðkomandi þættir sem geta raskað jafnvægi húðarinnar og þar með valdið húðvandamálum.

Til að skilja betur hvernig húðin starfar er gott að skoða hvernig hún er uppbyggð. Húðin er gerð úr lagskiptum þekjuvef.

Ysta lag hennar er kallað yfirhúð (e. epidermis) og myndar hún ysta verndarlag húðarinnar. Þar er að finna hyrnisfrumur (e. keratinocytes) og litafrumur (e. melanocytes) en litafrumurnar framleiða melanin sem gerir okkur brún í sólinni. Þetta ysta lag húðarinnar endurnýjast að meðaltali á þriggja til fjögurra vikna fresti. Þegar húðfrumurnar komast á yfirborðið deyja þær og safna í sig próteini sem er kallað keratín. Á milli frumanna á yfirborðinu er sérstök fita. Þegar húð er heilbrigð veitir þetta ysta lag góða vörn og húðfrumurnar falla af og mynda pláss fyrir nýjar frumur sem koma upp á yfirborðið.

Undir yfirhúðinni er annað lag sem kallað er leðurhúð (e. dermis) þar er að finna æðar og taugar. Í leðurhúðinni er einnig að finna trefjakímfrumur (e. fibroblasts) en þær framleiða kollagen. Það er prótein sem gerir húðina teygjanlega. Undir yfirhúðinni er innsta lagið, undirhúðin. Hún samanstendur af fitulagi og bandvef sem tengir húðina við vöðva líkamans ásamt því að verja hann gegn höggum og halda á okkur hita.

Þverskurður húðin

Húðin er stærsta líffæri líkamans

 

 

 

 

 

 

Nánari upplýsingar um góða húðumhirðu til að vinna á húðvandamálum hér

Hvernig er best að bera á sig augnkrem?

Pharmaceris augnkrem gegn þrota og baugum

Notið mjög léttar hreyfingar.

  • Best er að nota baugfingur og dubba eða nudda mjög létt.
  • Alls ekki nudda húðina þannig að hún hreyfist til. Húðin í kringum augun er sérstaklega viðkvæm og þunn.

Ekki nota of mikið krem.

  • Leyfðu kreminu að fara inn í húðina en ekki setja of mikið krem. Ef þú setur of mikið krem getur það farið inn í augun og valdið ertingu.
  • Setjið dropa á stærð við hálfa baun á baugfingur dubbið rétt fyrir neðan augabrún og svæðið undir auganu (u.þ.b. sentímetra frá auganu).

Hvernig er best að velja réttan lit af farða?

Að velja réttan farða Pharmaceris

Ég á yfirleitt til tvo liti af farða inni í skáp hjá mér. Vegna þess að húðin á mér er mun ljósari á veturna heldur en á sumrin. Eins er húðin á mér misdökk yfir veturinn eftir því hvort ég er dugleg að fara í sund og stunda útivist eða ekki. Það er í raun mjög auðvelt að finna réttan lit af farða:

1. Finnið tvo til þrjá litatóna sem eru líklegastir til að passa.

2. Berið örlítið magn á hökuna þannig að dálitið af farðanum fari niður á hálsinn og upp á kjálka. 

3. Sá litur sem blandast vel við þinn litartón er sá rétti. 

Það gerir húðina bjartari og unglegri að vera ekki með of dökkan tón. Betra er að vera með tón sem blandast fallega þínum húðlit og fríska upp á með sólarpúðri eða kinnalit.