Húðin er stærsta líffæri líkamans. Hjá meðalmanneskju er húðin um tveir fermetrar að stærð og tekur til u.þ.b. 15% af heildarþyngdar líkamans. Hún er allt að 1 – 1,5 mm að þykkt í andlitinu, einungis um 0,5 mm á augnlokum og allt að 0,75 mm á hálsi. Aðalverkefni húðarinnar er að verja líkamann fyrir utanaðkomandi áreiti.
- Húðin ver okkur gegn útfjólubláum geislum og öðru óæskilegu utanaðkomandi áreiti
- Hún ver okkur gegn sýkingum
- Kemur í veg fyrir vökva og hitatap
- Veitir okkur mikilvægar upplýsingar um umhverfið í gegnum snertiskynið
Til að húðin geti staðið undir þessum mikilvægu verkefnum og starfað eðlilega þarf hún að vera heilbrigð. Það eru margir utanaðkomandi þættir sem geta raskað jafnvægi húðarinnar og þar með valdið húðvandamálum.
Til að skilja betur hvernig húðin starfar er gott að skoða hvernig hún er uppbyggð. Húðin er gerð úr lagskiptum þekjuvef.
Ysta lag hennar er kallað yfirhúð (e. epidermis) og myndar hún ysta verndarlag húðarinnar. Þar er að finna hyrnisfrumur (e. keratinocytes) og litafrumur (e. melanocytes) en litafrumurnar framleiða melanin sem gerir okkur brún í sólinni. Þetta ysta lag húðarinnar endurnýjast að meðaltali á þriggja til fjögurra vikna fresti. Þegar húðfrumurnar komast á yfirborðið deyja þær og safna í sig próteini sem er kallað keratín. Á milli frumanna á yfirborðinu er sérstök fita. Þegar húð er heilbrigð veitir þetta ysta lag góða vörn og húðfrumurnar falla af og mynda pláss fyrir nýjar frumur sem koma upp á yfirborðið.
Undir yfirhúðinni er annað lag sem kallað er leðurhúð (e. dermis) þar er að finna æðar og taugar. Í leðurhúðinni er einnig að finna trefjakímfrumur (e. fibroblasts) en þær framleiða kollagen. Það er prótein sem gerir húðina teygjanlega. Undir yfirhúðinni er innsta lagið, undirhúðin. Hún samanstendur af fitulagi og bandvef sem tengir húðina við vöðva líkamans ásamt því að verja hann gegn höggum og halda á okkur hita.

Húðin er stærsta líffæri líkamans
Nánari upplýsingar um góða húðumhirðu til að vinna á húðvandamálum hér