Articles tagged with: acne

Pharmaceris hnitmiðuð meðferð gegn bólum

Medi acne spot gel er borið beint á bólur 2-3 sinnum daglega

Árangur og öryggi vörunnar hefur verið prófað:

Dregur úr sýkingu
Dregur úr bólgumyndun í bólum
Bólur sjást minna
Kemur í veg fyrir frekari sýkingu
Kýli (e. pustules) minnkuðu um 72%*

*Klínískar prófanir framkvæmdar af húðlækni eftir 7 daga notkun

Hvernig er best að kreista bólur?

Það verður að viðurkennast að mörgum finnst mjög freistandi að kreista bólur. Bæði er leiðinlegt að vera með bólur og svo er það oft það eina sem maður sér í speglinum þegar þær birtast! Bólur eru sýking í húðinni og í raun samþjappaðar bakteríur. Ef við kreistum bólur þá eru miklar líkur á að það myndist fleiri bólur og við ýtum bakteríum dýpra inn í húðina. Bakteríur á fingrunum eiga greiða leið að húðinni þegar við erum að kroppa og kreista. Þá verður húðin rauð, bólgin og sýkt. Svarið við spurningunni er: Ekki kreista bólur vegna þess að bóla sem er látin vera jafnar sig yfirleitt á innan við viku en bóla sem er kreist er margar vikur að gróa og getur leitt til þess að þú fáir ör.