
Krækiber eru stútfull af vítamínum og þau innihalda líka mikið járn. Þau eru einnig auðug af andoxunarefnum. Samkvæmt Vísindavef Háskóla Íslands eru andoxunarefni sögð geta styrkt ónæmiskerfið og dregið úr líkum á æðakölkun og blóðtappa og minnkað hrukkumyndun.
Krækiberjaling er lágvaxið með þéttum dökkgrænum blöðum. Blómin eru bleik og agnarsmá eða um 1-2 mm. Það vex í þurrum brekkum og blómgast í maí eða júní. Berin fullþroskast eftir miðjan ágúst. Það er mun auðveldara að finna krækiber en bláber og þau eru mun harðgerðari og því hægt að týna þau lengur.
Ég veit ekki með ykkur en við ætlum í berjamó um helgina! Góða helgi kæru vinir 🙂