Articles tagged with: sólarskemmdir

Að verja húðina í sólinni

Sólarljósið færir okkur lífsnauðsynlega birtu og hita. En sólarljósið getur skaðað húðina og flýtt fyrir hrörnun hennar ef við verjum hana ekki. Við sem búum á norðlægum slóðum erum yfirleitt með hörund sem þolir illa útfjólubláa geisla. Mikilvægt er að láta ekki skýjaðan himinn villa um fyrir sér því um hádegi á skýjuðum degi er mun meiri geislun heldur en á heiðbjörtum degi um kl. 16. Einnig er gott að hafa í huga að vegna tæra andrúmsloftsins á Íslandi getur geislun frá sólinni valdið sólbruna og húðskemmdum á skömmum tíma. Pharmaceris dagkremin innihalda hæfilega sólarvörn til þess að verja húðina gegn ótímabærri öldrun.